Við erum á Facebook Mínar síður
UMSÓKN - FYRIRTÆKJAKORT

Hagræðing og yfirsýn 

Fyrirtækjakort Atlantsolíu er ætlað fyrirtækjum. Með kortinu fást sérkjör af eldsneyti auk þeirrar hagræðingar sem það veitir.  Þannig hafa korthafar fullkomna yfirsýn  yfir eldsneytiskaupin, þ.e. hvar eldsneyti var keypt, verð pr. lítra, eldsneytismagn, hlutfall virðisauka ásamt heildarúttekt fyrir hvert tímabil.

 

Tvær tegundir korta

Atlantsolíukortin veita afslátt líkt og dælulykilinn en sá afsláttur birtist á reikningsyfirliti í lok hvers tímabils. Hægt er að velja um tvær mismunandi gerðir Atlantsolíukorta. Liggur munur þeirra í greiðslutilhögun. 

LEIÐ 1

Mánaðarkort – hægt að velja á milli tveggja tímabila:

1.    Tímabil: 1 – 31 hvers mánaðar – skuldfært 20 hvers mánaðar

2.     Tímabil: 18 til 17 hvers mánaðar – skuldfært 2 hvers mánaðar

 

LEIÐ 2

Inneignarkort
Lagt inn á inneignarreikning úr heimabanka eða í viðskiptabanka korthafa. Sérlega hentug leið til að stýra útgjöldum vegna eldsneytiskaupa.
Nánar um INNEIGNARKORT.

 

Upplýsingar færðar í bókhald

Auk þess að fá send yfirlit í pósti í lok úttektartímabils geta fyrirtæki nálgast upplýsingar um eldsneytisnotkun á Netinu.  Að auki má með einfaldri aðgerð færa upplýsingar beint í bókhaldskerfi sem sparar tíma og fækkar innsláttarvillum. Kortið er því tilvalið fyrir stærri fyrirtæki sem vilja innleiða hagræðingu við bókhaldsvinnu.

Skilmála Fyrirtækjakortsins má finna http://www.atlantsolia.is/Page.aspx?id=606.
samstarfsaðilar